Bílskúrar og skálar

Bílskúrar

Við erum með einangraða bílskúra í þremur stöðluðum stærðum auk óeinangraðra skúra. Við bjóðum jafnframt upp á sérsniðna bílskúra, með tilliti til gluggafjölda, hurðategunda, þykkt á einangrun, vegghæð og halla á þaki. Allir bílskúrar eru í þremur litasamsetningum, grátt þak/hvitir veggir, blátt þak/hvítir veggir eða blátt þak/gráir veggir.

Myndirnar hér vinstra megin eru frá fyrstu tveimur bílskúrunum sem eru settir upp á Íslandi. Kaupandi minni skúrsins vildi hafa hann gluggalausan en gluggarnir voru settir í stærri skúrinn eftir útimyndatökuna.

Ath. það eru enn nokkrir bílskúrar óseldir úr næstu sendingu. Fyrstur kemur, fyrstur fær!

Skráið ykkur á póstlistann til að fá nánari upplýsingar um bílskúrana.

Nafn:

Sími:

Netfang:

Stærðir:

  • 40m2 (5m * 8m * 2,5)
  • 60m2 (6m * 10m * 2,5)
  • 84m2 (7m * 12m * 3)